Hæ! Ég er Ella Stína!
Ég er menntaður viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Byrjaði ferilinn minn í fjármálaheiminum. Ég hef alltaf haft áhuga og ástríðu fyrir hollum mat og öllu sem snýr að heilbrigðum lífsstíl.
Frá árinu 2018 hef ég verið vegan. Þá komst ég að því að vöntun var á fjölbreyttri veganmatvöru án aukefna eða viðbætts sykurs. Þarmeð hófst ævintýri mitt snemma árið 2021 um að koma á markað Vegan buffi sem væri næringarríkt, bragðgott, laust við aukefni og auðvelt að matreiða. Hjólin fóru þá að snúast og síðan bættust fljótlega við tvær aðrar vörur; Sveppa Wellington í lok árs 2021 og haustið 2022 Sveppa Svartbaunabuff. Fyrir jólin 2022 bættust við; Villisveppasósa, Aspas súpa, Döðlukaka & Karamellusósa. Mars 2023 kom Grænmetissteik. Ágúst 2023 kom Gulrótarkaka. Snemma árið 2024 bættum við Ostaköku í framboðið okkar í samstafi við Livefood. Árið 2024 hófst mikið ferli í að koma með gæða vörur frá evrópu sem uppfyltu kröfur mínar um gæði. Fleiri vörur eru í þróun og koma brátt á markaðinn.