• HRÁEFNI

  - 1 pakki tortilla pönnukökur

  - 1 poki af vegan hakki að eigin vali

  - 1 poki af taco kryddi

  - 1 krukka af salsasósu

  - 1 dós af sýrðum rjóma frá Oatly

  - 1 dós af gulum baunum

  - 1 poki af vegan osti

  - 1 poki af nachos snakki

  - 1/3 gúrka

  - 1 Mango

  Handfylli af lambhagasalati

  ________________________________

  AÐFERÐ

  Steikið hakkið skv leiðbeiningu á pakkningu og kryddið. Saxið grænmetið smátt niður og setið til hliðar. Blandið saman salsa sósu og sýrðum rjóma í skál.

  Leggið pönnuköku í eldfastmót. Setjið smá sósu, hakk, ost, gular baunir á pönnuköku. Leggið pönnuköku yfir og endurtakið. Ljúkið við að smyrja efstu pönnukökuna og dreifið smá osti yfir. Eldið í 10 mín eða þar til pönnukökur byrja að brúnast.

  Látið standa í smá stund, dreifið salati, gúrkum, avókadó, mango yfir ásamt nachos.

  Verði ykkur að góðu